HÚSIN
Um er að ræða glæsilegt staðsteypt raðhús á einni hæð í nýja Áslandi 4 í Hafnarfirði. Frábær staðsetning í suður hlíðum Ásfjalls sem er vinsælt og fjölskylduvænt svæði með fjölbreyttum möguleikum til útivistar (Hvaleyrarvatn og Helgafell í bakgarðinum). Húsið er einstaklega vandað þar sem gert er ráð fyrir free@home hússtjórnunarkerfi, loftræstikerfi, gas arinn, vönduðu álgluggakerfi, bluetooth aðgengi á útidyrahurð, rafmagnsgardínum og margt fleira. Raflagna- og ljósahönnun hjá LUMEX. Húsið er einangrað og klætt að utan með viðhaldslausri álklæðningu. Húsið skilast fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga að innan (áður byggingarstig 5),
EIGNIR | HERBERGI | STÆRÐ
4 4 194 m2


HÖNNUN
Glæsileg utanhúskæðning í bland við sjónsteypu gerir húsið einstaklega stílhreint og vandað.
ÍBÚÐIRNAR
Fyrsta flokks byggingarefni og einstaklega vandaður frágangur er á öllu tengt húsinu bæði að innan sem utan. Eignirnar skilast tilbúnar undir tréverk og hefur því kaupandi frjálsar hendur á að skapa sitt draumaheimili.

HVERFIÐ
Áslandið er einstaklega friðsælt hverfi þar sem stutt er í útivistarsvæðin við Hvaleyrarvatn, skóglendi og fjölbreyttra náttúru víðsvegar í nágrenni.
Stutt er í alla helstu þjónustu, skóla, leikskóla og fjölbreytta íþróttaiðkun.

